K-listinn vill standa vörð um menningarverðmæti

 Á opnum framboðsfundi var því haldið fram af fulltrúa Vg og óháðra, að Sigurjón Þórðarson frambjóðandi K listans vildi setja hundruð milljóna króna úr sveitarsjóði til endurbyggingar á gamla bæjarhúsinu að Hraunum í Fljótum. Framangreind fullyrðing er á miklum misskilningi byggð.


Staðreynd málsins er sú að í kjölfar fréttar um að húsið fengist gefins, þá vaknaði áhugi Skagfirðinga búsettra í Reykjavík, að varðveita húsið fram í Lýtingsstaðahreppi. Einn áhugamannanna er Sigurður Sigurðsson, sá sem séð hefur um viðgerðir á Reykholti  á Sauðárkróki. Hann hefur fengið viðurkenningu fyrir handverk sitt við að endurbyggingu gamalla húsa, frá Reykjavíkurborg. Í framhaldinu voru heiðursfólkið Anna Fríða Kristinsdóttir og Viðar heimsótt að Hraunum og húsið skoðað - Það kom í ljós að ris hins sögufræga húss er stráheilt og hæft til flutnings.
Í samtali við sviðstjóra Minjastofnunar á Norðurlandi vestra, Þór Hjaltalín, kom upp sú hugmynd að staðsetja húsið á Hofsósi eða í gamla bænum á Sauðárkróki og Trausti Á Bjarnargili sem hefur verið ötull baráttumaður fyrir Fljótin, hefur einnig hug á að varðveita húsið í Haganesvík. Ljóst er að haganlega uppgert og svipmikið húsið myndi setja skemmtilegan svip á umhverfið hvar svo sem það verður sett niður .
 Sú hugmynd að Sveitarfélagið Skagafjörður kostaði viðgerðir var aldrei upp á borðinu en mögulega sæi það um að útvega lóð, hliðra til með gjaldtöku og væri innan handar við styrkumsóknir til opinberra sjóða. Minjastofnun hefur boðist til að kosta flutning á húsinu og stjórnvöld hafa markað þá stefnu að setja aukna fjármuni í varðveislu gamalla húsa.


Það er  fráleitt að kasta því fyrirfram út af borðinu að varðveita húsið í Skagafirði, og gera þá athugun fyrirfram tortryggilega. Það er ljóst Kvosin í Hofsósi og gamli bærinn á Sauðárkróki hafa mikið aðdráttarafl fyrir ferðafólk, en fyrst og fremst er það skylda okkar að hlú að menningarvermætum og sögunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er þetta sami Sigurjón Þórðarson og var í flokknum Dögun?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.5.2014 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

K listi Skagafjarðar
K listi Skagafjarðar
K- listinn er virkur og vel tengdur

Eldri færslur

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband