Byr í Seglin

Sveitarstjórnarfulltrúar K-listans hafa lagt áherslu á að sveitarstjórn kanni sérstaklega hvort  laun í Skagafirði hafi áhrif á búsetuval en því miður hafa aðrir sveitarstjórnarfulltrúar ekki tekið undir að sú könnun verði gerð. Könnun um launakjör Skagfirðinga er að okkar mati ein forsenda þess að hægt sé að vinna markvisst að því að snúa íbúaþróuninni við.

 

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar árið 2013 sýnir vissulega bættan rekstur  á síðasta ári. Afkoman er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir og munar þar mest um 250 m.kr. auknar rekstrartekjur sem eru m.a. vegna aukinna framlaga Jöfnunarsjóðs, hærri skatt- og þjónustutekna. Eitt af því sem ársreikningur á m.a. skv. lögum að sýna, er hversu vel sveitarfélagið hefur staðist þá fjárhagsáætlun sem formlega var gefin út fyrir árið. Sjá má að rekstrargjöld eru 142 m.kr. hærri en áætlun gerði ráð fyrir og efast má því um að hagræðingaraðgerðir hafi skilað sér.

Skuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins hafa hækkað verulega á hvern íbúa á kjörtímabilinu. Þær eru nú um ein milljón og fjögurhundruð þúsund krónur en voru í ársbyrjun 2010 liðlega ellefuhundruð þúsund krónur. Hækkun skulda er langt umfram almennar verðlagshækkanir á sama tímabili. Það er því ljóst að þrátt fyrir jákvæða rekstrarniðurstöðu sem ber að fagna, þá þarf að stíga varlega til jarðar hvað varðar fjárfestingar og enn frekari skuldaaukningu sveitarfélagsins.

 

Mikilvægt er að reksturinn verði með þeim hætti að hann skapi svigrúm til þess að greiða niður skuldir næstu árin. Forsenda þess  að fara í miklar framkvæmdir og fá verulegan byr í seglin er að snúa  íbúaþróuninni við , efla nýsköpun og samgöngur innan og utan héraðs s.s. með jarðgöngum undir Tröllaskaga og tengja Skagafjörð  og Eyjafjörð betur. Með  því fáum við  stærra og betra markaðs- og atvinnusvæði ásamt því að styrkja þéttbýli og sveitir á Norðurlandi vestra.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson,
frambjóðendur K – lista Skagafjarðar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

K listi Skagafjarðar
K listi Skagafjarðar
K- listinn er virkur og vel tengdur

Eldri færslur

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband