Styrkur Hofsóss

Sjávarbyggðin Hofsós býr yfir miklum möguleikum til þess að blómgast og dafna.  Staðurinn er rómaður fyrir fallegt útsýni út yfir eyjaskrýddan Skagafjörðinn og inn til landsins gnæfir fallegur Ennishnjúkur. Umhverfið er sem ævintýri líkast en myndarlega hefur verið staðið að uppbyggingu gamalla húsa í Kvosinni á Hofsósi.

Hofsós

 

Á Hofsósi er; góður skóli, glæsileg sundlaug og hitaveita sem veitir íbúum yl. Á Hofsósi er sömuleiðis gott og harðduglegt fólk sem vill hvergi annars staðar búa.

Þrátt fyrir alla framangreinda kosti þá hefur íbúum Hofsóss fækkað.  Ástæðan fyrir fækkuninni ætti að vera öllum augljós, en búið er að girða að miklu leyti fyrir sjósókn og fiskvinnslu sem þorpið byggðist upp á. Ekki þarf miklar pælingar eða flókna verkefnavinnu til þess að sjá hver lausnin er á vandanum en hún er felst í því að opna möguleika íbúanna til að stunda þá vinnu sem Hofsós byggðist upp á.

K-listinn vill beita sér fyrir auknu jafnræði í sjávarútvegi en engin spurning er, að fyrirtæki á borð við Grafarós ehf á Hofsósi ætti alla möguleika til vaxtar ef það stæði jafnfætis þeim sem það er að keppa við um hráefnisöflun.

Í janúar sl. fluttu frambjóðendur K-listans, Gréta Sjöfn og Sigurjón tillögu  i sveitarstjórn Skagafjaðar þar sem mælst var til þess að stjórnvöld kynntu sér forsendur þess aukna frelsis sem Norðmenn veittu smábátum, en þeir fengu að veiða óheft hvaða fisktegund sem var.

Óhætt er að fullyrða tillögunni hafi ekki verið tekið fagnandi af öðrum sveitarstjórnarfulltrúum en Sjálfstæðismenn voru beinlínis á móti tillögu um aukið atvinnufrelsi en Framsóknarmenn og fulltrúi Vg samþykktu útþynnta breytingatillögu til þess augljóslega, að drepa málinu á dreif.

K-listinn mun beita sér óhikað fyrir því að Skagfirðingum verði leyfðar frjálsar handfæraveiðar í Skagafirði. Góð reynsla af strandveiðum þó takmarkaðar séu, sýnir hvað ótrúlega lítið þarf til, til að kveikja líf í höfnum landsins.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, skipar 1. sæti K –listans, Sigurjón Þórðarson, skipar 2. sæti K- listans


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

K listi Skagafjarðar
K listi Skagafjarðar
K- listinn er virkur og vel tengdur

Eldri færslur

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband