Stefnuskrá K - lista Skagafjarðar

Stefnuskrá K – listans

K-listinn er óháður flokkum og fyrirtækjum, trúnaður hans er eingöngu gagnvart íbúum í Sveitarfélaginu Skagafirði.

K-listinn er skipaður kraftmiklu fólki sem hefur kjark til að taka ábyrgar ákvarðanir með hagsmuni íbúa að leiðarljósi:

  • Við höfum skýra framtíðarsýn sem við viljum vinna að með íbúum, fyrirtækjum, stofnunum og landeigendum
  • Við viljum vandaða umræðu sem leysir úr læðingi kraft og vilja íbúa  
  • Við ætlum að standa vörð um og efla opinbera þjónustu, stofnanir og atvinnu, með nýsköpun að leiðarljósi
  • Við viljum öflugt lýðræði, opna og virka stjórnsýslu 
  • Við  viljum að íbúar séu upplýstir um og boðin þátttaka í afgreiðslu mála í sínu nærumhverfi
  • Við viljum að sveitarfélagið taki í auknum mæli við verkefnum ríkisins
  • Við viljum að Skagafjörður verði eitt sveitarfélag

 

Frelsi, jafnrétti og bræðralag eru grunngildin okkar.

 

Rekstur og stjórnun

K-listinn leggur áherslu á heiðarleika, gagnsæi og ábyrgð í rekstri sveitarfélagsins. K-listinn er lýðræðisafl og vill leiða atvinnulíf og íbúa til samvinnu um mótun stefnu í öllum málaflokkum með því að

  • eiga frjóa og skapandi umræðu með íbúum um málefni sveitarfélagsins
  • virkja ungmennaráð Skagafjarðar með áheyrnarfulltrúum í  sveitarstjórn
  • koma á notendaráði fatlaðs fólks
  • treysta fjárhag sveitarfélagsins með að greiða niður skuldir þess
  • viðhafa góða stjórnsýsluhætti, skjóta og góða þjónustu við íbúa
  • sporna við gjaldskrárhækkunum og lækka fasteignagjöld til að bæta lífskjör íbúa
  • kanna reglulega launaþróun og lífskjör og tengsl þeirra við fækkun íbúa í Skagafirði
  • auka samstarf og samráð um verkefni við nágrannasveitarfélög
  • gæta meðalhófs og forðast kostnaðarsamar innheimtuaðgerðir gagnvart íbúum
  • auglýsa stöðu sveitarstjóra og ráða hæfasta umsækjandann

 

Skólamál

K-listinn telur það einn helsta styrkleika Sveitarfélagsins Skagafjarðar að þar starfa góðir skólar á öllum skólastigum, þeir eru mikilvægir fyrir þróun og lífsgæði í samfélaginu um allt hérað. K-listinn vill að allir íbúar Skagafjarðar hafi gott aðgengi að öllum skólastigum og óformlegri menntun.

K listinn leggur áherslu á að tryggja kennurum launakjör sem endurspegla mikilvægi starfs þeirra

K-listinn leggur áherslu á aukið samstarf skóla í Skagafirði til að efla gæði starfsins á öllum skólastigum

K-listinn vill útrýma biðlistum og tryggja örugga dagvistun fyrir öll börn í Skagafirði

K-listinn leggur áherslu á að opnunartími leikskóla þjóni hagsmunum barna og foreldra

K-listinn mun samræma skóladagatal skólanna í Skagafirði

K-listinn vill efla skólasamfélagið með virku foreldrasamstarfi

K-listinn mun taka ákvörðun um framtíðarskipan skólamála í dreifbýli og vinna að sátt um öfluga leik- og grunnskóla Austan vatna, í Varmahlíð og á Sauðárkróki

K-listinn leggur áherslu á uppbyggingu aðstöðu til íþróttakennslu á Hofsósi

K-listinn mun skipuleggja skólaakstur af hagkvæmni og með skýrum reglum um rétt barna og foreldra

K-listinn vill leggja rækt við kennslu í raun- og tæknigreinum, hönnun og listnámi

Atvinnumál

K-listinn telur að hlutverk sveitarfélagsins sé að tryggja atvinnulífinu góð vaxtarskilyrði með vönduðu skipulagi, heiðarlegum vinnubrögðum, hreinu umhverfi og góðri þjónustu þannig að fyrirtæki og stofnanir geti laðað til sín fólk í vinnu.

K-listinn vill stuðla að heilbrigðu samkeppnisumhverfi í Skagafirði

K-listinn vill leggja aukna áherslu á markaðssetningu og kynningu á Sveitarfélaginu Skagafirði sem góðum valkosti fyrir fólk, fyrirtæki og stofnanir

K-listinn telur opinbera þjónustu mikilvæga atvinnugrein í sveitarfélaginu og mun standa vörð gagnvart ríkisvaldinu um framtíð opinberra stofnana í héraðinu

 

Ferðamál

K-listinn vill vinna með ferðaþjónustunni að uppbyggingu og kynningu á Skagafirði sem áfangastað með

  • stefnumótun í ferðamálum
  • bættu aðgengi að söfnum sveitarfélagsins og uppbyggingu safnasvæðisins í Glaumbæ
  • því að gera fært um héraðið á góðum reiðleiðum, efla og kynna sýninga- og mótahald í hestamennsku auk uppbyggingar Söguseturs íslenska hestsins
  • Með því að bæta aðstöðu ferðafólks á tjaldstæðum og opnum svæðum

 

Landbúnaður

K-listinn vill einfalt, skilvirkt og gagnsætt regluverk um stoðkerfi sveitarfélagsins við landbúnað með því að

  • Einfalda og samræma reglur um auglýsingu og leigu á landi í eigu sveitarfélagsins
  • Endurskoða reglur um afrétti, fjallskil og lausagöngu búfjár

Sjávarútvegur

K-listinn vill tryggja nýliðun og framþróun í sjávarútvegi með því að

  • Heimila frjálsar handfæraveiðar fyrir Skagfirðinga í Skagafirði
  • Tryggja jafnræði í greininni
  • Auka vægi fiskmarkaða

Iðnaður

K-listinn vill efla nýsköpun og fjölbreytni atvinnulífsins jafnframt því að byggja á því sem fyrir er

  • Efla kynningu á Skagafirði sem matvælaframleiðsluhéraði og menntun í matvælaiðnaði
  • Fylgja eftir uppbyggingu trefjaiðnaðar með áherslu á menntun og þróunarstarf
  • Styðja við hönnun og nýsköpun í samstarfi við menntastofnanir og fyrirtæki

Orkumál

K-listinn vill að heimili og fyrirtæki í Skagafirði eigi hagkvæma kosti í orkumálum og mun

  • Klára lagningu hitaveitu í dreifbýli
  • Leggja áherslu á aðgengi að þriggja fasa rafmagni um allt hérað

Rannsóknir

K-listinn vill efla rannsóknarstofnanir og fyrirtæki til að styrkja grundvöll nýsköpunar og þróunar í samfélaginu með því að

  • Endurreisa Náttúrustofu Norðurlands vestra
  • Standa vörð um og efla starfssemi Háskólans á Hólum, Matís, Nýsköpunarmiðstöðvar, Iceprotein og Veiðimálastofnunar, Fablab og fleiri sprota
  • Efla rannsóknir á fornleifum, menningararfi og sögu

  

Samgöngumál

K-listinn vill að Skagafjörður sé virkur og vel tengdur. Til þess þarf að horfa út fyrir fjörðinn og sveitarstjórn að eiga samtal og samstarf við ríkisvaldið og önnur sveitarfélög

K-listinn vill móta stefnu um samgöngunet innan héraðs og tengingar við samgöngunet landsins með áherslu á

  • Jarðgöng á Tröllaskaga
  • Byggingu Sundabrautar
  • Varaflugvöll á Sauðárkróki
  • Endurbætur á Skagastrandarvegi og Holtavörðuheiði

K-listinn vill efla fjarskipti um allan Skagafjörð með markvissri áætlun um að koma á háhraðaneti til allra í sveitarfélaginu

K-listinn vill klára reiðvegaáætlun til að opna greiðar og góðar reiðleiðir um Skagafjörð

K-listinn vill bættar almenningssamgöngur innan héraðs

K-listinn leggur áherslu á öryggi í samgöngum, eftirlit og viðhald vega og löggæslu

K-listinn vill skilvirkan skólaakstur sem nýtist öllum skólastigum og almenningi

K-listinn vill sjá aukin umsvif við hafnirnar og mun láta gera úttekt á þróunarmöguleikum þeirra

 

Umhverfis- og skipulagsmál

K-listinn vill standa vörð um náttúru Skagafjarðar og nýta hana af ábyrgð með hagsmuni komandi kynslóða að leiðarljósi. Umhverfisvænir starfshættir eru hagsmunamál íbúa og fyrirtækja til framtíðar. Gott mannlíf þrífst í fögru og hreinu umhverfi. K-listinn

  • vill vernda náttúruperlur Skagafjarðar
  • vinna stöðugt og markvisst að skipulagsmálum
  • ljúka deiliskipulagi fyrir Hofsós
  • sinna skyldum sveitarfélagsins í skipulagsmálum á Hólum
  • leggur áherslu á fegrun umhverfis, frágang gatna og gangstétta á Hofsósi, Hólum og í Varmahlíð
  • leggur áherslu á fegrun og viðhald opinna svæða um allt sveitarfélagið
  • vill vinna markvisst að fráveitumálum  og hreinsun skolps
  • mun koma á sorpflokkun um allt sveitarfélagið bæði í þéttbýli og dreifbýli
  • mun koma á sorphirðu við íbúðarhús í dreifbýli
  • styður að háspennulínur séu lagðar í jörð
  • Vinna að sátt um vernd og virkjun vatnsafls 

Tómstundir

K-listinn vill að það sé alltaf skemmtilegt í Skagafirði og telur það hlutverk sveitarfélagsins að styðja frumkvæði íbúanna í öflugu tómstundastarfi fyrir alla aldurshópa

Íþróttamál

K-listinn leggur áherslu á virka þátttöku almennings í íþróttum, að nýta vel þau íþróttamannvirki sem við eigum sameiginlega, tryggja aðgengi að þeim og áframhaldandi uppbyggingu

  • auka fjármagn til íþrótta og tómstundastarfs barna og ungmenna til að bæta þjálfun og stuðla að fjölbreytni í uppbyggilegu tómstundastarfi
  • fyrir íþróttaiðkendur og íþróttamót allan ársins hring til að nýta og njóta fjölbreyttrar íþróttaaðstöðu
  • tryggja aðgengi fyrir alla að íþróttamannvirkjum og íþróttaviðburðum
  • með auknum opnunartíma sundlauga
  • stórbæta sundlaugaraðstöðu á Sauðárkrók

 

Menningarmál

K-listinn vill standa vörð um ímynd Skagafjarðar sem menningarhéraðs þar sem er skemmtilegt að vera með því að styðja

  • Tónlistarlíf og tónlistarmenntun
  • Safnastarf
  • Kvikmyndagerð og menntun í kvikmyndagerð
  • Uppbyggingu í myndlist og hönnun í samvinnu við iðnfyrirtæki og menntastofnanir
  • Frumkvöðla og félagasamtök sem gæða samfélagið lífi með viðburðum og hátíðum þannig að hér finni allir eitthvað við sitt hæfi

 

Mannréttindi

K-listinn vinnur að jafnrétti og af virðingu fyrir réttindum allra íbúa. Það er kjarni stefnuskrár okkar að þjóna almannahagsmunum, sýna réttlæti og sanngirni.

K-listinn mun hrinda í framkvæmd áætlunum um bætt aðgengi fyrir alla að stofnunum sveitarfélagsins

K-listinn mun beita sér fyrir framkvæmdasjóði fyrir einkaaðila vegna endurbóta á aðgengi

K-listinn mun starfa eftir jafnréttisáætlun og tryggja sömu laun fyrir sömu vinnu hjá sveitarfélaginu

K-listinn mun rækja skyldur sínar við alla íbúa, óháð búsetu

 

Velferð og fjölskylda

K-listinn vill standa vörð um og tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa á grundvelli samhjálpar.  Áhersla okkar er að hvetja einstaklinginn til ábyrgðar á sjálfum sér og öðrum, virða sjálfsákvörðunarrétt hans og styrkja hann til sjálfshjálpar. K-listinn

·         mun standa vörð um og efla uppbyggingu fjölskylduþjónustunnar og samþættingu hennar við aðra þjónustu sveitarfélagsins

·         leggur áherslu á að íbúar geti búið sem lengst heima, stundað atvinnu og lifað sem eðlilegustu lífi

·         vill bæta lífskjör þeirra sem standa höllum fæti

·         mun standa vörð um að fjármunir til þjónustu við fatlað fólk séu tryggðir

·         ætlar að vinna stefnu í húsnæðismálum með þátttöku fatlaðs fólks

·         vill sjá fjölbreytni í búsetumöguleikum aldraðra

·         vill styrkja dagdvöl aldraðra

·         hvetur til öflugs félags- og tómstundastarfs eldri borgara í Skagafirði

·         stendur vörð um þjónustu heilbrigðisstofnunarinnar þ.m.t. endurhæfingu og endurhæfingarlaug

·         vill stuðla að samþættingu heimaþjónustu sveitarfélagsins og heimahjúkrun

·         sér fyrir sér að húsnæði Furukots verði nýtt fyrir starfsemi Iðju- dagþjónustu og hæfingu

  

Skagafjörður: Virkur og vel tengdur!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

K listi Skagafjarðar
K listi Skagafjarðar
K- listinn er virkur og vel tengdur

Eldri færslur

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband