Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2014

Sjálfstæðisflokkurinn vill opinberar bátasmiðjur

Fyrsta verk Sjálfstæðisflokksins í nýjum meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórn Skagafjarðar var að leggja háar upphæðir af skattfé íbúa í plastbátasmiðjuna Mótun ehf. Stærstu hluthafar í fyrirtækinu sem um ræðir eru Kaupfélag Skagfirðinga og Sveitarfélagið Skagafjörður, en það starfar í beinni samkeppni við einkahlutafélög á markaði. 

Fulltrúa K-listans Grétu Sjöfn Guðmundsdóttur leist ekki á þá ófæru að Sveitarfélagið Skagafjörður færi í auknum mæli í beina samkeppni við einkahlutafélög á markaði. Hún lagði því fram eftirfarandi bókun á byggðaráðsfundi þar sem ákvörðunin var tekin: 

Óskað er eftir að lögð verði fram skrifleg greinargerð um rekstur félagsins ásamt nýrri rekstraráætlun áður en ákvörðun um hlutafjáraukningu er tekin. Einungis um átta mánuðir eru liðnir síðan ákvörðun var tekin um að sveitarfélagið setti 4,9 m.kr. af skattfé í hlutafé í Mótun ehf. og lögð var fram rekstraráætlun félagsins, sem nú virðist ekki standast. Undirrituð telur ekki rétt að sveitarfélagið setji meira skattfé íbúa í félag sem gerir út á margþætta starfsemi í samkeppnisrekstri með stærsta fyrirtæki sveitarfélagsins. 


Höfundur

K listi Skagafjarðar
K listi Skagafjarðar
K- listinn er virkur og vel tengdur

Eldri færslur

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband